Nú erum við félagi minn að fara að taka upp Demó, þar sem ég mun spila á gítar og bassa og hann á trommur. Ég á hérna MBox sem ég ætla að nota í þetta.
Ég var bara að spá, hvernig tekur maður upp trommur með MBox?
Það er náttúrulega bara 2 input á MBox. Nú veit ég ekki rassgat um upptökur og upptökutækni … virkar Mixerinn þannig að maður tengir alla trommumicana í hann og fær það í einni heild sem 1 output?
Tja Led Zeppelin tóku einu sinni upp trommur inná einhver lög með einum mic. ;)
En annars þá er best að vera með Mixer og taka hann svo inní Mboxið. ég myndi taka Bassatrommu og tom inn um annað inputið og svo overhead og sneril inní hitt inputið á mboxinu (náttúrulega tengja micana fyrst í mixer og svo tengja úr honum í M-boxið).
En passiði bara að stilla allt á mixernum vel áður því það er mun erfiðara að stilla allt draslið eftir á þegar þið eruð búnir að troða heilu setti á eitt track og ætlið svo að hækka í snerli eða lækka eða fá meiri bassa úr bassatrommu.
Þú tekur bassatrommuna inn í 1 input og snerillinn í annað. Setur Noise gaite á báðar rásirnar. Svo tekuru cymbalana upp sér á þriðju rásinna. Þessi aðferð það er að segja taka trommur og cymbala upp sér hefur reynst vel í t.d. Queens of the Stone Age.
þú tengir einn mic í eitt input á mixer (einn fyrir bassa trommu, einn fyrir sneril og svo framvegis) tengir svo úr output á mixernum í input á mboxinu.
hehe sagði þanna litli gaurinn með hárið ekki þessi sköllo´tti í tónabúðinni þér þetta ? allaveghann sagði þetta við mig líka .þegar ég var að spyrja hann hehe:P
eg myndi testa 1 maek vid hlidina a trommaranum haegra megin helst condenser maek og lata maekinn beinast ad snerinu og svo 1 maek fyrir utan bassatrommuna sirka 30 40 cm fra bassatrommunni. tha sleppuru vid ad redda ther mixer og svona og tha hefuru minni phase vandamal. eg myndi lesa mer til um phase vandamal adur en thu ferd ad taka upp trommur. eg hef stundum gert thetta svona og virkad mjog fint thad er ad segja ef herbergid er ekki omurlegt
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..