Ég er ekki mikill aðdáandi multi effecta en Boss GT-8 er líklegast sá eini multi effectinn (sem er ekki rack) sem ég gæti hugsað mér að eiga.
Annars þá styð ég frekkar að fá sér bara góða sér effecta.
Svona mitt mat á göllum og kostum milli þessara tveggja hluta er þetta:
Multi effect kostir:
-Auðvelt að flytja á milli staða.
-Ekkert vessen með fullt af snúrum og power supplyum (batteríum) útum allt.
Multi effect gallar:
-Í flestum geturu ekki ráðið í hvaða röð effectarnir eru (t.d. distortion á eftir Phaser en ekki á undan og svo framm vegis).
-Ef það er einhver effect í honum sem þér líkar ekki við þá er hann samt sem áður alltaf á milli gítarsins og magnarans.
-Oftast mjög lélegt distortion/fuzz/overdrive.
Stakir effectar kostir:
-Miklu meiri möguleikar á röðun.
-Getur alltaf ráðið hvaða effectar eru á milli gítarsins og magnarans.
-Þú getur alltaf hent út pedulum sem þér leiðis.
-Meira hægt að stilla hvern effect fyrir sig.
Stakir effectar gallar:
-Þú þarft mikið af snúrum ef þú ert með marga effecta.
-Dýrt.
-Powersupply vessen.
-Fyrirferða mikið.
Þetta er allavegana það sem svona kom efst í hugan á mér akkurat núna.
Endilega bætið við ef það er eitthvað sem ykkur finnst vanta.
Allavega þá finnst mér mun betra að vera með staka effecta. En einnig er hægt að kaupa góðann multi effect og kaupa svo bara staka effecta til að vinna upp það sem þér líkar ekki við í multi-inum, en þá ertu samt sem áður með effecta sem þér líkar ekki við í multinum.
Gangi þér vel.