Mmmmmmmmmmmm, mmmmmmmmmm, mmmmmmm…einhver á eftir að verða vinsæll hjá foreldrum stráksins!
“…mamma, mamma, pabbi, pabbi, sjáðu hvað ég fékk frá frænda…SNERILTROMMU! Aaaaarattattattattarattattattarattattattarattattattarattattatta…”
“…elskan…hvar er kindabyssan mín…!?!?”
Annars þá er sneriltromman “aðaltromman” í hverju trommusetti má segja, sömu trommur og eru hvað mest áberandi í skrúðgöngum t.d. og gefa frá sér þetta ætíð skemmtilega rattattatta hljóð.
Ráðlegg þér að kíkja niður í Tónabúð, já eða jafnvel Hljóðfærahúsið eða Tónastöðina og leita þér ráða.
Annars eru þessar ódýrustu sneriltrommur að kosta nýjar máske 10-12.000 kr.
Annars eru mega tilboð á settum núna um jólin, fínustu byrjendasett á kringum 50.000…þannig að ef strákurinn hefur áhuga gætirðu reynt að tala þig saman við fleiri í ættinni og verið bara grand á því…;)
www.tonabudin.iswww.hljodfaerahusid.iswww.tonastodin.isSvo má alltaf reyna að næla sér í eitthvað notað og hræódýrt á
www.kassi.is