Taktu 85 pickuppinn og settu hann við brúna (ég er að ganga útfrá því að þú hafir sett 81 gaurinn í brúna og 85 við hálsinn, það virðist mun algengara en hitt) og fáðu þér 60 eða 60A í hálsinn og reyndu þá að segja að þeir séu einhæfir. Gæti jafnvel gert gott að víxla pickuppunum (EMG eru með einn stóran segul en ekki 6 litla svo þú getur tekið hvaða EMG sem er og sett hann hvar sem er og í hvaða gítar sem er, þarft ekkert að spá hvorum megin eða hvort gítarinn er með tremolo eða hardtail).
EMG 81 er einhæfur og leiðinlegur (að mínu mati, hef að vísu ekki prófað hann hálsmegin), en ég er að gera allan fjandann með ESPnum mínum með 85/60 settinu.
EMG eru ekkert betri eða verri en Duncan eða Gibson (örugglega ekki DiMarzio eða Fender heldur, hef bara ekki átt hljóðfæri með slíkum pickuppum enn sem komið er). 81 er að mínu mati svarti sauðurinn í fjölskyldunni, svolítið eins og ódýru BC Rich gítararnir, að skemma fyrir orðspori fyrirtækisins og vörunnar sem það framleiðir.