Standard Tuning: E A D G
Intro
G|-------------------------------------|
D|-------------------------------------|
A|--------0----0-2----0-----5--4-2-0---|
E|-2--0-2----4-----0----4-0----------0-|
G|--------------------------------|
D|--------------------------------|
A|--------0------2-0---5--4-2-0---|
E|-2--0-2----4-0----------------0-|
Jæja, hérna er mjög einfalt “basic” bassatab
Efst er sagt hvernig bassinn er stilltur, en í þessu tilfelli er það Standard E,A,D,G
svo koma Tablínurnar, fyrir framan þær standa heitin á strengjunum (það er þó ekki alltaf, þar sem að bassaleikarar vita oftast hvað strengirnir heita og í hvaða röð þeir eru)
Á E-línunni stendur í byrjun -2–0-2 en 2 gefur til kynna að spila á Annað band/fret á E-strengnum (ef þú vissir það ekki þá eru böndin málmlínurnar á hálsinum) og þú átt ekki að ýta á járnið sjálft.. Heldur er 1. band bilið á milli hnetunnar “sem er efst á hálsinum, semsagt næst hausnum” og fyrsta járnsins. Auðveldast er að þrýsta sem næst bandinu samt
Semsagt ef að | línurnar hér fyrir neðan eru hnetan og fyrsta band er best að ýta stengnum niður þar sem O-ið er
en nóg um það.
0-ið í E-línunni stendur fyrir það að spila á á strenginn opinn, semsagt ekki nota vinstri hendina.
Stundum eru stafirnir h og p settir á milli tveggja nóta
G|-----------------|
D|-----------------|
A|-------9p7-------|
E|--7h9------------|
En h-ið stendur fyrir “Hammer-On” og þá er verið að meina að þú plokkir strenginn þegar þú spilar fyrri nótuna, en svo í staðin fyrir að plokka seinni nótuna þá “hamraru” með vinstri hendinni (nema þú sért að spila á bassa fyrir örvhentann) á hina nótuna.
P, eða Pull-Off virkar mjög svipað, nema þá spilaru aðra nótuna, og togar puttann svo af nótunni og lætur annann putta vera ofan við hálsinn sem tekur þá við að spila nótuna
Til að Pull-offið verði greinilegra er mælt með því að þegar þú gerir Pull-off þá plokkaru strenginn laust með þeim putta sem þú ert að pulla af.
Það kemur líka fyrir að fyrir ofan eða neðan tabið sé takturinn settur, sýnt er með hvaða fingri á að spila nótuna, hvernig nóta þetta er (hálfnóta, heilnóta, áttundupartsnóta, sextándupartsnóta o.s.frv) stundum er gefið til kynna hvernig á að spila nótuna (hvort að það eigi að slappa hana, poppa hana, tappa hana eða annað)
Jæja, held þú ættir að geta reddað þér núna, sendu mér bara skilaboð ef þú hefur frekari spurninga