Hugsanlega hafa verið lélegir (microphonic) pickuppar í þessu eintaki sem þú varst með, eða einfaldlega gainið of hátt stillt og EQ takkarnir ekki í góðum balans (það að ná góðu og þykku bjöguðu soundi krefst meira en bara að hækka í gaininu, EQ-ið hefur jafnvel meira að segja)..
Ég er með þrjá gítara náskylda Les Paul (Gibson Explorer, Epiphone Flying-V og ESP Eclipse, vitaskuld ekki eins, en uppbygging öll sú sama og í þokkabót mjög svipaðir pickuppar í þeim fyrstnefnda) og enginn þeirra lætur sér detta það í hug að feedbacka nema ég sé virkilega að reyna það.