Ég nenni ekki að fara að sofa svo að ég ætla bara að drífa í því að senda inn eina grein. Hún mun þá verða um nýjastu viðbótina í gítarsafnið mitt, sem er núna orðið að heilum tveimur gíturum.
Sagan byrjar þannig að mér hafði nýlega áskotnast litlar 230.000 kr, segi ekki af hverju hihihi. Ég hafði verið löngu búinn að ákveða að fá mér gítar eftir fermingu (það var þannig sem ég fékk peninginn svo ég komi því á hreint) en hafði ekkert pælt í rauninni hvernig gítar ég ætlaði að fá mér. Svo stuttu eftir fermingu fór ég að skoða gítara á music123.com og náði að velja út þennan fína les paul eitthvað, en var samt ekki alveg viss hvort ég ætti að vera að fá mér hann. Svo ég ákvað að skella mér bara upp í Tónabúð (bý á Akureyri sko) og chekka á gíturum þar og ef ég myndi finna einhvern góðann myndi ég kaupa hann, annars myndi ég panta pallann. Miðvikudaginn 18 maí fór ég svo þangað að skoða úrvalið, og verð eiginlega að segja að ég bjóst ekki við miklu. Samt rakst ég á þennan bölvanlega fína Fernandes þarna hangandi í loftinu. Ég varð strax yfir mig hrifin. Svo á föstudeginum eftir það fór ég aftur í búðina til að prófa gripinn og fannst hann auðvitað hljóma bara frábærlega vel. Tók líka eftir því að á honum er sustainer pickup sem bætti auðvitað bara löngun mína í gítarinn. Daginn efir mætti ég svo bara kl 10 um morguninn og keypti gítarinn, hef ekki séð eftir því síðan. Svo var komið að því að skíra kallinn og fékk hann nafnið Freddi.
Það sem mér hefur svo sérstaklega fundist betra við þennan gítar frá þeim gamla er meðal annars þetta.
Betra sound.
Auðveldara að stilla.
Sustainerinn ávallt skemtilegur.
Strengir slittna sjaldnar.
Léttari.
Auðveldara að spila á hann.
En allir þessir hlutir eru náttúrulega sjálfsagðir þegar gamli gítarinn manns er Squier.
Takk fyrir lesturinn