Afhverju spilar ÞÚ á gítar?
Nú vill ég að fólk leggja höfuðið í bleyti og íhugi afhverju það æfir gítar.
Persónulega þá verð ég að segja eins og er þá er eflaust megin ástæðan mín að það eru nánast óteljandi möguleikar.
Ég er ekki að segja að bassinn eða trommurnar séu svo einhæf hljóðfæri þá finnst mér ég meira tengjast gítarnum. Meiri tilfinning, líkt og maður heyrir í tónlist Santana eða flestri brazilískri tónlist.
Aftur á móti þá hefurðu blues, jazz. Blues, finnur varla meiri tilfinningu en það ; )
En þetta er bara mín ástæða, hver er þín?
Biðst afsökunar á málfræðilegum villum eða/og stafsetningar villum…
Kv.Snorri