Skólinn sem ég er í heitir ACM (acedamy of contemporary music) í Guildford Englandi. Þetta eru í raun 4 ár til B.A gráðu. September-Ágúst hvert ár. Fyrsta árið kallast Diploma, það annað Higher Diploma og 3 og 4 árið saman Degree. Það er hægt að taka eitt ár eða tvö.. Ekkert bundin við að taka öll 4. Árið kostar um 400 þúsund. Námið byggist upp á 9 námsgreinum fyrstu önnina (árið er 3 annir): Performance clinic, Music Culture, Music History, Repetoir and development, Songwriting, Ear training, Stylistic awarness, Band skills og Music Theory (tónfræði). Það er ætlast til að þú æfir þig minnst 2 tíma á dag fyrir utan skólann.. Inntöku skilyrði er að finna á síðunni þeirra:
www.acm.ac.uk … Basicly þarftu ð senda demó af þér spila og taka próf, til að sýna hvar þú ert staddur og hvort þú eigir heima hjá þeim. Þú þarft að vera nokkuð ákveðin í að gera þér feril á hljóðfærið þitt til að fara í þennan skóla. LÍN lána ekki fyrir fyrsta árinu í skólanum en lána fyrir hinum þremur… Frábært að vera hér… Ekki mikið meira að segja. Spurningar?? Spyrja!