Ég hef ferðast með gítara milli landa nokkuð oft. Einn og marga í einu og í soft og hardcase.. Málið er þetta: Sum flugfélög vilja ekki hljóðfærin inn í handfarangri, ætlast til að þú kaupir sæti eins og sellóleikarar gera :) .. En yfirleitt er þetta spurning um að vera snemma inn í vélina svo þú getir sett gítarinn inn áðuren fólkið kemur og tekur plássið… Ekki gaman að lenda í því rétt fyrir flugtak að það þurfi að fara með gítarinn niður! Trúðu mér! En ef þú ert að tala um að kaupa gítar og labba með hann framhjá tollinum.. Stundum.. Stundum ekki! Ekki gott að reyna á það rétt fyrir jólin :) … Ef þú ætlar að gera það þá skalt þú ekki dirfast að fá vsk endurgreiddan úti og labba svo framhjá tollinum heima! Þeir taka hann sem smygl og þú getur kysst hann gott bless!