Hér með þessum þræði óska ég eftir þræði til að posta lögum/riffum/skemmtilegum coverum til að deila með öðrum og hafa gaman af. RoadRunner, hvað hefurðu um þetta mál að segja? :).
En allavega, hér er smá flipp frá mér. Var bara að glamra eitthvað og ákvað að leika mér aðeins með Friends theme lagið.
Setup í þessari upptöku var:
Parker USA Nitefly SA > Spider II 212 > cheap Sony F-V120 mic > innbyggt hljóðkort > tekið upp og EQ-að í Steinberg Nuendo.
Trommurnar eru gerðar í pörtum í Midi Maker og svo settar saman í ACID 4.0.
Fyrir sólóið setti ég smá delay og reverb úr Spidernum og crankaði svolítið gainið, spilað með neck pickup. Rythminn er spilaður með bridge.
Vegna þess að ég bý í kjallaraíbúð og með fólk hinum megin við veggina og fyrir ofan mig, þá get ég ekki blastað magnarann mikið, og þ.a.l. er mikið suð með mic-upptöku og ég þurfti að EQ_a havey mikið til að ná mesta suðinu í burtu, þannig það tók sinn toll á soundinu, gæti verið betra. Leiðir einnig til þess að upptakan er frekar lág, þannig ef þið viljið hlusta gætuð þið þurft að hækka aðeins hjá ykkur :).
Tek svo fram að þetta var hálfgerð “skyndiupptaka”, bara smá flipp, þannig ég er svona að afsaka örsmá mistök sem hefðu getað farið betur í þessu hefði ég lagt meira í þetta :P.
En nóg af blaðri, endilega tékkið ef þið hafið áhuga :).
Friends Cover