Gítar?
Ég er trommari en það er stutt síðan að ég fór að glamra eitthvað á gítar og finnst mér það mjög gaman og oft miklu auðveldara en að tromma, svo að ég var að spá í að gefa systur minni gítar í jólagjöf af því að hún hefur alltaf haft áhuga á að spila á hljóðfæri en hefur hingað til ekki gert það(enda liggur ekkert á því þar sem að hún er bara nýbyrjuð í 1. bekk). Ég var s.s. að spá hvort að þið gætuð hjálpað mér með hugmyndir eða eitthvað: Það er mjög lítið mál að panta frá útlöndum fyrir mig, þannig að það er hægt, ég var að hugsa hvort að 1/2 stærð væri ekki best en kannski 3/4 stærð væri ekki svo slæmt, þar sem að ég hef lesið að það sé fyrir svona 6-11 ára u.þ.b., og auk þess þá er hún frekar stór miðað við 6 ára krakka. Aðal vandamálið mitt er að ég hef tiltölulega lítinn pening og vill helst ekki eyða meiru en svona 10.000 krónum en ég get eytt alveg upp í svona 20.000… Takk fyrir og vonandi getið þið hjálpað mér…..