Það er ekkert sem er “best” þear kemur að cymbölum, þó að vitanlega séu sumar cymbalateg. gæðameiri en aðrar (sbr. Zildjian A custom sem er háklassi og Sabian B8 cymbalar).
Cymbalar geta þó verið “hæfari” til að tjá ákveðja tónlistarstefnu. Hægt er að nefna Paiste Rude í metal og Zildjian K Custom í jazz, en auðvitað er hægt að nota Zildjian K custom línuna í flest.
Sjálfur hef ég notað mikið af Sabian AAX cymbölum í gegnum tíðina og eru þeir hentugir í margar mismunandi tónlistarstefnur að mínu mati. Hægt er að fá metal útgáfu af þeim, studio og stage útgáfur ásamt enn fleiri minnir mig. Ég nota aðallega studio útgáfurnar (hi-hat, crashar, ride, splash,) en china cymballinn minn er af gerðinni “Paragon” sem er signature lína hönnuð af Sabian í samstarfi við Neal Peart, trommuleikara Rush
En til að svara spurningu þinni þá mæli ég hiklaust með Sabian AAX studio, EKKI Paiste 502, það er voðalega mikið drasl að mínu mati. Ef þú átt nóg af peningum þá væri ekki vitlaust að fjárfesta í Paiste Dark Energy (með dýrustu fáanlegum cymbölum) eða Zildjian A/K custom (eða Avedis Zildjian, ég hef góða reynslu af þeim).
Sabian AAX diskarnir hafa “glassy” hljóð, og “shimmering” response eins og ég kýs að lýsa því, get eigi lýst því betur en það. Þeir deyja fljótt út og eru frekar tónlitlir, þ.e.a.s. þú spilar engar melódíur á AAX (Ef þú vilt svoleiðis þá bendi ég þér á Radia línuna hjá Sabian sem er Terry Bozzio signature cymbalalína).
Auðvitað er þetta spurning um hvernig tónlistarstefnu þú ert aðallega að vinna með. Stutt yfirlit sem gæti hjálpað þér (sem væri mitt persónulega val á cymbölum sem hentuðu vel, EKKI! best í viðkomandi tónlistarstefnu) …
Paiste Rude: metal
Sabian AAX: rock, fönk
Zildjian A Custom: jazz, fusion
Sabian Hand Hammered: rock, metal (sérstakt sound, hægt að soundtjekka á www.sabian.com)
Verði þér að góðu og vonandi hjálpaði þetta þér í ákvörðun um fjárfestinu á réttum cymbölum. =)