Já það er satt að Ludwig voru með lang bestu settin í gamla daga. En þeir voru ekki þeir einu þar sem að Gretch voru einnig mjög framarlega á þessu sviði, það eitt að Gene Krupa hafi notað Gretch segir allt sem segja þarf.
Fyrir um tveimur mánuðum fékk ég til landsins Ludwig settið mitt. Settið er af gerðinni Ludwig Classic Maple FAB4 og er sama sett í grunninn og Ringo notaði. Að sjálfsögðu er búið að upgrade-a felst allt við settið svo sem þykktina á viðnum, allt hardware-ið og lita áferðina.
Stærðirnar sem ég er með eru 12“ tom, 14”páka, 20“bass og 14” snerill. Það sem kom mér mest á óvart við þetta sett er hversu fjölbreytt það er. Það skiptir engu máli þótt ég sé með 12“ tom, hún getur samt hljómað eins og 10” eða 8". Það er minnsta mál í heiminum að stilla þessi sett og viðurinn sem er í þeim er 100% amerískur hlynur sem verður að teljast mikið betri en kóreski hlynurinn og birkið sem er notað í Premier, Pearl og Tama.
Þessi sett eru handsmíðuð frá grunni og upp. Allt sem þú sérð á settinu, fyrir utan hardware, er unnið í höndunum og var það hann Dave Morris sem gerði mitt sett.
Annað er að þeir hjá Ludwig eru þekktir fyrir að veita frábæra þjónustu til einstaklinga. Ekkert auðveldara en að hafa samband við þá með hvaða spurningu sem, þér að kostnaðarlausu.
Þetta er án alls efa allra besta sett sem ég hef prufað/átt og reikna ég með að næsta settið mitt komi til með að vera Ludwig líka.
“Já þeir sögðu að hann hafi verið trommari, þetta er svo sorglegt”