Sko að segja að þetta sé bara eitthvað upptökudót er engan veginn nóg. Ég get sagt þér eitt og annað um þessa græju þar sem ég er að notast við hana eins og er.
Guitarport er í stuttu máli fullt af effectum sem þú nota við tölvuna þína og getur annaðhvort nýtt þér tölvu hátalara eða tengt í line in á magnara ef þú villt.
Þetta hefur reynst mér mjög sniðugt þar sem það er rosalega þægilegt að geta tengt sig við þetta inni í herbergi og fengið gríðarlega marga og mismunandi tóna til að leika sér við, svo náttúrulega er þetta líka tuner, taktmælir og svo geturðu spilað lög úr tölvunni þinni auðveldlega í gegnum þetta til þess að spila með o.s.fr.
Ég er ekki aðdáandi Line6 fyrir rekordið þ.e. Spider magnaranna og Podxt o.fl. vegna þess að ég fíla soundið úr þeim ekki of mikið en þessa græju nota ég hiklaust heima þegar ég er að æfa mig og leika mér, svo er mjög auðvelt eins og nefnt var fyrr að taka upp með þessu í gegnum flest upptökuforrit og þá ertu með eins marga effecta og sound og þú þarft nánast garanterað.
Mæli hiklaust með því að þú kynnir þér notkun þessarar græju og notir hana ef þú fékkst hana að gjöf því allaveganna er ég gítarleikari sem spila all-reglulega og ég var alls ekki svikinn af þessu dóti.