Sæll..
Ég spila nú að vísu 90% með puttunum og 10% með nögl.
Ég hef heldur ekki fengið þreytuverk í höndina eins og þú talar um..
En hvar ertu að fá þreytuverk? í puttana, úlnliðinn eða í alla hendina.. eitt sem gæti verið málið og maður sér hjá mörgum byrjendum að þeir eru að hreyfa allann handlegginn í stað þess að nota frekar úlnliðinn.. skil vel að þú gætir verið að fá þreytuverk ef þú ert að hreyfa mestallann handlegginn..
Annað varðandi að það eigi alltaf að slá með nöglinni upp/niður er bara kjaftæði.. það er ekkert sem heitir að það eigi að gera eitthvað á þennann hátt í þessum bransa. allt mjög hlutdrægt. fer eftir hverjum og einum og eftir hverju ertu að sækjast.. Persónulega fæ ég mun betra þykkara og aggressívara sound með því að slá niður en upp. þannig að ég geri það svo lengi sem ég kemst upp með það. En náttúrulega um leið og það þarfnast hraða og meiri tækni notar maður náttúruleg niður/upp pikk..
Enda snýst málið um að spila með puttunum eða nögl meira um það að hvaða soundi þú ert að leita af en hvernig sem þú sért að slá strenginn..
Kveðja…