Já, ég ákvað að spurja að því hvaða þykkt af gítarnöglum þið notið eiginlega, fyrir þá sem nota svoleiðis? Og jafnvel hvaða gerð af nöglum ykkur finnst best að nota.
Sjálfur finnst mér ótrúlega þægilegt að nota Dunlop U.S.A. 1,5 mm neglur. Það er bara best :P Þetta eru án efa þægilegustu neglur sem ég hef notað, ég hef ekki snert aðrar neglur síðan ég uppgötvaði þessar :)
Skiptir mig voða litlu máli nema þykktin og það er bara mismunandi eftir því hvað ég er að spil en ég nota aðallega Planet waves 0.5, Jim Dunlop USA Nylon 0.6 og Jim Dunlop USA M…..
mér finnst betra að nota svnoa 060 frekar en 100 get spilað miklu hraðar með þannig…og ég er í þanni hljómsveit að ég þarf að geta spilað mjög hratt….mér var alltaf sagt að ef ég ætlaði að spila hratt þyrfti ég að hafa þykkri neglur….en mér finnst þessar þunnu bara betri
“Feminism was established to allow unattractive women easier access to the mainstream of society.” - Rush Limbaugh
Fannst það líka, síðan prófaði ég að skipta hægt og hægt yfir í þykkari neglur (fór úr rauðum, í appelsínugular, í gular o.s.fv.), get spilað miklu hraðar núna heldur en ég gerði með mjúku.
mér finnst betra að nota t.d. 1.5 mm frá dunlop m.a. vegna þess að broddurinn á nöglinni er mjórri sem gerir manni kleift að spila hraðar. Maður þarf að hreyfa nöglina minna ;)
Er með box fullt af allskonar nöglum og stundum tek ég bara þá sem ég finn. En uppáhaldið hjá mér eru Ibanez neglur (heavy) sem eru minni en hefðbundnar neglur. Veit ekki hvað þær heita en þær eru amk styttri en venjulegar. Ég er sammt mjög krítiskur með hverskonar neglur ég nota. Sumar hljóma bara ekki rétt, sumar “feela” ekki rétt í höndunum á mér.
Ég nota alltaf á milli 0.5 - 0.7. Stærra en það finnst mér óþæginlegt fyrir minn “Shred style of playing”. Annars nota ég oftast Dunlop, skiptir engu máli frá hvaða fyrirtæki þetta er.
Ég nota ávallt rauðar Jazz 3 neglur frá Dunlop en vegna skorts sem er búinn að standa yfir í ágætan tíma á klakanum á einmitt þessum nöglum er ég farinn að nota 3.0 mm Stubby neglur frá Dunlop sem mér finnst hafa komið þægilega á óvart. Þær eru mun þykkri en það er eitthvað við þær sem ég er að fíla.
Það fer voðalega mikið eftir því hvað ég er að spila. Ef ég er að strömma á kassagítarinn í útilegunni eða partíinu þá finnst mér ekki gott að fara mikið yfir 0.7. Hins vegar er best að nota eitthvað aðeins þykkara í sólóin, alveg upp í 1.2 en í venjuleg riff er 0.8 til 1.0 fínt. Svo eru planet waves í uppáhaldi hjá mér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..