James er betri gítarleikari, söngvari og frontman heldur en Paul. Hann semur flottari og flóknari lög og betri texta.
Rob Trujillo er betri en Gene Simmons á bassa (og einnig var Jason Newsted og ég tala nú ekki um Cliff Burton)
Kirk Hammett er betri en allir gítarleikararnir sem hafa verið í kiss samanlagt (sem eru þónokkrir)
Lars Ulrich er betri en Eric Carr á trommum, þótt hann sé hataður útaf t.d kæra napster þá gerir það hann ekki að verri trommuleikara.
ég hef misst alla mína virðingu fyrir Gene Simmons núna, eina sem hann gerir í dag er að vesenast í raunveraleikaþáttum og monta sig að hann hafi riðið yfir 4000 kellingum og hvað hann sé ríkur.
KISS eru bara að mjólka áhorfendurna með því að toura aftur með eric og thommy með sömu málningu og peter og ace.
og svo fyllti það mælinn þegar að ég heyrði að þeir voru að pæla í að fara að toura án upprunalegs meðlims.
Ég tek það fram að þetta er auðvitað MITT ÁLIT.
Metallica = Metall
KISS = rokk.
það hljóta samt flestir að vera sammála um að Metallica séu betri á hljóðfæri sín en kiss ? flottari og agressivari riff, flottari sólo (imo) og allt.