hugsaðu orðið “Artificial” hvað þýðir það? Það er eitthvað sem er ekki náttúrulegt, eitthvað sem er búið til af mönnum. En svo eru til Natural harmonics, hvað þýðir eiginlega “Natural”? Jú, það er eitthvað sem er náttúrulegt eitthvað sem er óbreytt.
Artificial harmonics eru það þegar þú býrð til harmonískan tón sem er annars ekki hægt að ná á hljóðfærinu með opnum strengjum, þú verður að búa hann til. Þú heldur inni nótu og slærð svo á strenginn með nögl og lætur þumalputtann fylgja á eftir.
Natural harmonics eru það þegar þú slærð á opinn streng og kemur svo kannski laust við strenginn við 12., 7., 5. eða eitthvað þvíumlíkt. Þá ertu að gera harmoníska tóna sem eru aðgengilegir hljóðfærinu, þarna þarftur ekki að halda inni neinni nótu á hálsinum.
Pinch Harmonics er bara annað nafn yfir tæknina að framkalla Artificial harmonics.