það er alveg í sitthvorum geiranum. AC/DC er overdrive og metallica er distortion.
DS2 er meira í áttina að Nirvana soundinu, enda einn sá effekt sem Kurt notaðist lengst við.
fyrir AC/DC myndi ég mæla með IBanez Tubescreamer, TS7 ef þú ert ekki með mikla peninga til að eyða. Hann er svipaður og Super Overdrive frá Boss nema hvað að þú getur stillt “hot” switchinn á og þá ertu kominn með þykkari bjögun á pedalinn sem gefur þér eitthvað í áttina að AC/DC. (er að notast við einn slíkann núna og næ léttilega að endurgera tóninn hans).
fyrir Metallica þá myndiru þurfa einhvern distortion pedal sem að hefur mikinn botn, litla miðju og smá topp. Margir hafa kosið að fá sér Boss Metal Zone en persónulega finnst mér hann vera of mikið “mússjað” sound. Ég myndi mæla með því að þú kíktir uppí Tónastöð eða hljóðfærahúsið og prófaði MXR Zakk Wylde Overdrive. Hann ætti að ná bæði Metallica soundinu á þyngstu stillingu og ætti að covera AC/DC vel á þinnri bjögunar levelum.
vona að þetta hjálpi þér eitthvað.