Þegar ég var yngri þá spilaði ég á trompet og var nokkuð góður þó ég segi sjálfur frá. En þegar maður varð táningur þá fór þetta að vera hallærislegt að vera í tónlistarskóla. Þá hætti maður að spila og það er ákvörðum sem ég sé rosalega eftir í dag. Um daginn var ég að skoða kassa.is og þar rakst ég á auglýsingu þar sem maður var að selja trompet þannig að ég skellti mér af stað og keypti það. Síðan hafði ég samband við gamla kennarann minn og komst að því að hann er hættur að kenna og orðinn eitthvað möppudýr. Þannig að ég hringi í tónlistarskólann sem er í mínu bæjarfélagi og komst að því að ég þarf að fara á einvhern biðlist því ég er orðinn of gamall ( er 26). Allt í lagi ég skráði mig á listann og bjóst við því að komast inn á næstu önn en nei þá á eg að hafa samband við þá í mars, apríl jafnvel í maí til þess að fá að vita hvar í röðinni ég er.
Síðan kannaði ég það hvort að ég komist inn hjá nágranna bæjarfélagi þá kom í ljós að það má ekki.
Þannig að nú þarf ég að bíða bara og vona að ég komist einhvern tímann inn.
Frekar fúllt dæmi!!!!!!
KV