Jæjja, ég er að pæla í að fara að kaupa mér einhvern killer magnara fyrir gítarinn minn. Ég á einn drasl rafmagns Rockwood byrjandagítar og einn alveg GEÐVEIKT góðann J.B. Player kassagítar. Mig langar í magnara aðallega fyrir kassagítarinn minn, og það þarf að vera tonn af power í honum og effectar og þannig. Ég veit að þú ert að hugsa það að það sé heimskulegt að kaupa sér svoleiðis fyrir kassagítar en mér finnst þeir bara sounda miklu, miklu betur en rafmagnsgítarar og svo er bara skemmtilegra að spila á þá. Það er bara mín skoðun… Magnarinn má kosta allt upp í 80 þúsund kall en þá verður sko að vera hellingur af krafti í honum.
Með hverju mælið þið?
Maggi… sem elskar kassann sinn :D