Jóhann Hjörleifsson er fæddur í Reykjavík 11. maí 1973 og nam trommu og slagverksleik við Tónlistarskóla F.Í.H. á árunum 1984 til 1992. Auk þess hefur hann sót einkatíma og námskeið í trommuleik bæði hér heima og erlendis. Hann hefur verið starfandi atvinnutónlistarmaður frá árinu 1990 og hefur deilt tíma sínum jafnt á milli þess að vinna við hljóðfæraleik á hljómplötum með t.d.:

Sálinni Hans Jóns Míns, Jóni Ólafssyni, Emiliönu Torrini og Björgvini Halldórssyni svo að eitthvað sé nefnt og að starfa við lifandi tónlistarflutning á öllum sviðum tónlistar.

Jóhann hefyr verið lausráðinn slagverksleikari hjá Sinfoníuhljómsveit Ísland frá unga aldri og hefur einnig verið virkur meðlimur hljómsveitum Sálinni Hans Jóns Míns, Stórsveit Reykjavíkur og Blúsmönnum Andreu.

Jóhann spilar á Yamaha trommur og notar Paiste cymbala.