LTD DV8R er framleiddur á færibandi í Kóreu, ESP V-Standard er framleiddur á færibandi í Japan, ESP DV8 er framleiddur í ESP Custom Shop í Japan. Þó svo öll “specs” séu nokkurn vegin þau sömu þá er þarna á milli talsverður gæðamunur sem vanur gítarleikari finnur og heyrir.
Hver einn og einasti þessara gítara ætti að vera hverrar krónu virði, spurningin er bara hvað þú treystir þér í. Ef þú ert ekki búinn að spila lengi og gerir ekki miklar kröfur ættirðu að verða mjög ánægður með LTD gítarinn, en ef þú ert búinn að spila lengi og vilt að hljóðfærið sem þú hefur í höndunum sé fyrsta flokks, þá ættirðu að hugleiða að spara fyrir customshop gítarnum.