Hmmm… persónlega þá er það mín skoðun að þar sem þú ert að fara kaupa þér trommusett í þessum verðflokki þá sé ekkert sniðugt fyrir þig að kaupa þér nýtt trommusett. Ég ætla að skjóta á að þú sért nú ekki kominn með mikla tónheyrn hvað varðar viðartegund,tuningu og annað og þess vegna held ég að það sé miklu hentugara fyrir þig að kaupa þér “notað” trommusett
Það sem er svo merkilegt við trommusett er það að ef þú ferð vel með þau þá verða þau bara betri með tímanum ( viðurinn þéttist)..og þar að auki geturu alveg nákvæmlega séð í hvaða ástandi þau eru ( þarft ekkert að taka þau í sundur)… Þú getur þess vegna fengið notað pearl forum trommusett 2falt ódýrara sem er kannski búið að nota á 2 ár og er í toppstandi!!.. og þá áttu pening fyrir þessum fínu diskum og soleis!!
Ég mæli með að þú skoðir eftirfarandi síður en þar leynast trommusett til sölu hér og þar
www.kassi.is
www.mbl.is
www.rokk.is/spjall
http://spjall.snerill.com/og auðvitað hér á hugi.is
En ef þú ert alveg viss að þú ætlar að kaupa annað hvort settið nýtt.. þá myndi ég velja Pearl Forum, ekki vegna þess að að það er endilega betra..Heldur vegna þess að tonabudin er með umboð fyrir pearl og þeir eru algjörir kraftaverkakallar þegar þú lendir í einhverju pearl-trommusetts vandamálum!!
kv, Arnþór Gíslason