Ég held að málið sé ekki að reyna að merkja sig hvað maður getur spilað margar nótur á mínútu… Aðalmálið er að spila nóturnar jafnt, hraðinn kemur seinna. Auðvitað geturðu ekkert spilað hratt fyrst en svo þjálfast þetta smátt og smátt og þú getur spilað hraðar…
Ég held ég geti allveg farið upp í 180 - 190 bpm og spilað 4 nótur á slag á góðum degi, kannski eitthvað lítið meira en aldrei yfir svona 195 samt… (það er að segja eftir að ég er búinn að spila lengi og hita upp og er orðinn s.s. heitur og liðugur :P) en það er bara þegar ég spila bara eina nótu… Ég gæti ekki náð þessum hraða við að spila einhvern skala eða eitthvað upp on niður hálsinn, en með æfingunni ætti ég að geta það í framtíðinni.
Og þú átt að geta það líka ef þú bara tekur þér góðann tíma og æfir þig eins oft og þú getur. Mundu bara að það byrja allir hægt en svo með æfingunni nærðu meiri hraða og nákvæmni :)