ég mæli með:
Fender Frontman 25R (Hljóðfærahúsið) kostar 24.900 kr
Peavey Envoy 110 (Tónabúðin) kostar 23.500 kr
Marshall MG30DFX (Rín) kostar 25.100 kr
Vox AD30VT (Tónabúðin) kostar 23.800 kr
Vox Pathfinder 15R (Tónabúðin) kostar 12.990 kr
Svo geturu kíkt á Orange Crush í Tónastöðini, ég man ekki hvað þeir kosta en þeir hljóma mjög vel.
Ég mæli eindregið með Vox Pathfindernum sem er þarna uppi á listanum, sá magnari er algert æði, kostar lítið en hljómar mjög vel miða við hvað hann er smár. Einnig er þetta fínn magnari til að eiga ef þú kaupir þér stærri einhvern tímann seinna.
Ef þú ert að kaupa þér magnara i fyrsta sinn þá er ekkert sniðugt að fara að eyða miklum pening ef áhuginn dettur svo niður. Byrja bara lítið, eins og sést á verðinu hjá mér þá er ég að miða við að þú farir ekkert mikið yfir 25.000 kr.
Þú ættir að geta fengið mjög fínann magnara á minna en 25.000 kr og þótt ég nefni þarna einhverjar ákveðnar týpur þá eru til minni og ódýrari magnara frá sömu framleiðendum og einnig stærri og dýrari ef þú vilt fara í meiri pening.
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá geturu sent mér skilaboð hér á huga og ég reyni að svara þeim að bestu getu :)