Persónulega held ég að þetta sé vond hugmynd. Ég setti sjálfur ZW sett í Epiphoninn minn og þetta er mjög einhæfir pickupar. Ég hafði samt góða ástæðu fyrir að gera þetta, nr.1 ég á aðra og betri gítara sem ég nota miklu meira í allskonar músík, nr.2 Ég var heppinn með eintak þegar ég fékk epiphoninn þannig að ég er með fínan gítar sem kostaði lítið og get notað í mjög þungt rokk og ég er ekki tapa neinu á því að geta ekki notað hann í annað.
Ef þú ert bara að leita að meira output'i eru til betri leiðir, t.d. Gibson 496R eða 500T, Seymour duncan SH-4 jb model, SH-6 duncan distortion, SH-11 custom custom,SH-10 full shred o.s.fv. Þarna ertu með mikið meira en nóg output fyrir hvern sem er, en samt haldið karakter ef þú vilt spila eitthvað annað en heavy metal.
Staðreyndin er sú að þeir sem nota active pickupa eru annað hvort að spila með mjög distorted sound, vilja fá svona bjöllu clean sánd (metallica) eða eru með mjög langa effecta keðju og eiga í vandræðum með að koma sándinu í gegnum það án þess að missa signalið (David Gilmour, sem notar þá og hiwatt magnara til þessa að geta stjórnað sándinu sínu algörlega með effectunum sínum sem er fjandi margir)