þetta svar kemur málinu ekkert við en afhverju kaupir þú hann ekki bara hér á Íslandi ? ég veit það er aðeins dýrara, en þá færðu að prófa magnarann fyrst, hann er í ábyrgð og þú getur verið viss um að hann sé í lagi þegar þú færð hann.
annars þá skiptir það littlu máli, hann er á um 60 þús í gegnum shopusa.is og straumbreytir er kannski um 7 þús (veit samt ekkert hvað svona kosta), magnarinn hér á landi kostar um 89.900 kr ef ég man rétt, reynir að fá 7% staðgreiðslu afslátt, þá er það um 84.000 kr og já þá munar kannski um 22.000 kr sem ég myndi segja að væri ekki mjög mikið miða við að þú færð ábyrgð, þarft ekki að hafa áhyggjur af suðandi straumbreyti (sumir suða) og þú færð að prufa hann áður.
annars gangi þér vel með þetta.
btw yndislegur magnari :)