Ég hef mjög góða reynslu af Sabian AAX og AA cymbölum og ég mæli með að þú prófir þá (Þá er ég sérstaklega að tala um AAX, AA, HHX, HH og Vault línurnar).
Ég nota núna eingöngu Sabian AAX cymbala vegna þess að þeir hljóma best að mínu mati og ekki skemmir fyrir að þeir eru aðeins ódýrari en Zildjian og mun ódýrari en Paiste :)
Zildjian eru líka góðir og þá einna helst A, K, A custom og K custom línurnar sem þú ættir að kíkja á.
Paiste eru með mjög góða cymbala í Signature og 2oo2 línunum. Kíktu á þá.
Ekki gleyma að prófa Meinl cymbalana heldur. Þeir eru frekar ódýrir og hljóma mjög vel, sérstaklega Amun og Byzance línurnar.
Ef að þú ert byrjandi og vilt kannski ekki eyða mjög miklu í þetta, þá mæli ég með Sabian byrjendapökkunum (B8 og XS20).
Byrjendapakkarnir hjá Zildjian, Paiste og Meinl komast ekki í hálfkvisti við byrjendapakkana hjá Sabian að mínu mati.
Þú færð Zildjian og Sabian í Hljóðfærahúsinu, Meinl hjá Tónastöðinni og Paiste hjá Tónabúðinni.
Gangi þér vel.