Ég á sem sagt í vandræðum með að stilla settið mitt en þannig er það, að það kemur alltaf svona langur eftirhljómur á tom-tomunum sama hvað ég geri.

Ég er með þunnt skin undir og þykkt yfir, skrúfa alltaf aðeins meira undir en samt kemur þessi leiðinlegi hljómur eftirá þegar ég slæ (dúmmmm…suð..).
Og ef ég skrúfa nógu mikið undir þá hljómar það eins og í tómu íláti.

Það sem ég er að leita eftir er í rauninni bara eitt ‘dúmm’.

Veit ekki hvort ég lýsti þessu nógu vel eða ekki en mig vantar hjálp frá einhverjum snilling/um:)

Með fyrirfram þökk.

- siddi5