Bassakennarinn minn fékk eitt entak til prufu núna í fyrstu sendingunni (Nánar tiltekið Standard 104HR box og SA450 haus) og þetta er bara tóm snilld. 500w Hausinn er aðeins 2,7 kg og boxið er um 25 kíló.
þessi stæða kostar 118 þúsund, sem mér finst samt alls ekki mikið miðað við hljóðgæði og þyngd.
Mæli eindregið með að allir bassaleikarar í magnaraleit (í kringum þetta verðbil) skoði þessa magnara í hljóðfærahúsinu.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF