Kannski er magnarinn bilaður en byrjaðu að útiloka allt annað.
Það eru góðar líkur á að það sé eitthvað utanaðkomandi sem hefur þessi áhrif.
Ef þú færð svona suð án þess að tengja gítarinn við þá skaltu athuga:
Byrjaðu á að reyna að tryggja að það sé ekki rafmagnið. T.d. ef flúorljós, ísskápur eða eitthvað slíkt er á sömu grein í rafmagninu og magnarinn getur komið suð.
Prófaðu að tengja við rafmagn í öðru herbergi – þ.e. færðu magnarann.
Vertu með gott fjöltengi, t.d. svona “tölvutengi” með spennujafnara.
Prófaðu að aftengja allt nema magnarann og tengdu svo eitt og eitt við.
Síðan er að athuga hvort eitthvað utanaðkomandi er að trufla.
Spennugjafi t.d. við tölvu eða ljósalampa rétt hjá.
“Geislun” frá farsíma, þráðlausum sendi, skjám, sjónvarpi, flúorljósi…
Hef lent í því að fá aukahljóð í magnara. Eftir að hafa reynt allt kom í ljós að í kjallaranum sem ég var í var rafmagnsinntakið fyrir húsið og það smitaði frá sér.
Svo veit ég að þessir GSM sendar sem er búið að skrúfa utan á annað hvert hús geta truflað. Þetta er ekki sterk geislun og oft nægir að færa magnarann frá glugganum.
Ef hljóðið kemur einungis þegar gítarinn er tengdur þá skaltu athuga snúruna. Prófaðu að tengja annan gítar við. Þannig getur þú útilokað gítarinn þinn sem orsakavald.