okey, en á hvaða hljóðfæri ertu? Ef þú ert á t.d. gítar eða bassa þá er gott að kaupa sér bara svona rafmagns taktmæli sem tikkar bara og ekkert vesen, lítill, handhægur og einfaldur. Gott ef þú ætlar þér að ferðast eitthvað með hann, auðvelt því hann er lítill og góður. En það getur auðvitað líka verið mismunandi eftir gerðum hvernig þeir eru lagaðir og svoleiðis.
Ef þú er að spila á t.d. píanó þá væri kannski ágætt að kaupa sér svona taktmæli með svona stiku sem hreyfist fram og aftur, þarft það samt ekkert endilega. Hann er bara stærri og þú færir ekki að taka hann mikið með þér útum allt. Kannski aðeins þægilegra tikk. En annars ferð það auðvitað alltaf eftir því hverju þú ert að leitast eftir.
Ég myndi samt mæla með bara litlum og handhægum taktmæli sem er með “tikk” hljóð en ekki þetta leiðinlega digital “bíbb” hljóð sem fer svo hratt í taugarnar á manni.
Ég keypti minn í tónastöðinni á skipholti, þeir eru með ágætis úrval þar. Minnir að minn hafi kostað á milli 3 og 4 þús kall.