Þá fer maður að spá í að fá sér nýjan kassagítar (á bara enhvern 12þ. króna classiskt drasl). Og þá kemur upp spurninginn, hvað á ég að fá mér?
Þó ég noti rafmagsgítarinn mest þá er fátt skemmtilegra en að spila á góðan kassagítar og með vaxandi útilegaferðum verður hann æ mikilvægari. Ég er náttúrulega að spá í þjóðlagagítar þ.e.a.s. með stálstrengjum.
Já en þá endurvek ég spurninguna hvað á að fá sér? Er mest í að spila rokk, mikið Dylan og kannski líka eitthvað öðruvísi, framsækið kassagítarrokk (er það til) kannski eins og Syd Barret á sóloferli sínum.
Ætla mér að versla á netinu, og verðhugmynd svona í 30þ - 40þ komin til landsins. Hef verið að spá soldið í nokkrum til dæmis:
http://www.music123.com/Epiphone-EJ300S-i114949.music
http://www.music123.com/Epiphone-Hummingbird-i25635.music
http://www.music123.com/Fender-DG16-i28197.music
Mér líst best á efsta gítarinn, þeit fá allir góða dóma. En einnig skilst mér að Seagull gítararnir í tónastöðinni séu góðir, en þeir fást bara ekki á netinu (allavega ekki music123.com).
En síðan var ég líka að spá er eitthvað betra að fá sér rafmagnskassagítar þ.e. kassagítar sem hægt er að tengja við magnara, er það ekki bara dýrara (og kemur það þá ekki bara niður á gæðunum).
Síðan heyrði ég líka að betra væri að kaupa sér eldri gítar, notaðan því að þeir væru stabílari og betri hljómur, borgar það sig eitthvað að leita að gömlum gítar.
Hvað er til ráðs að taka?