Þá er ég að spá í að fá mér betri bassa og eftiar að hafa skoða mikið og pælt mikið í öllu hef ég þrengt hringinn mikið en svo fór ég að pæla hver er munurinn á að hafa rosewood eða maple fingerboard??
Íbenholt og hlynur er alls ekki það sama.. þú sérð það nú bara þegar þú horfir á viðinn.. íbenholt er kolsvart (allavega flest þessi stykki sem verið er að nota í fingraborð) á meðan hlynurinn er mjög ljós.. íbenholt á að vera nokkurs kinar millivegur á milli rósaviðar og hlyns hvað hljóminn varðar.
rosalega þoli ég þessi íslensku nöfn ekki. Þó að ég sé alfarið með því að íslenska öll heiti þá er maður bara svo vanur sumum að þetta hljómar fáránlega… svo er líka gott að setja ensku nöfnin í sviga fyrir aftan þau íslensku þegar maður er að sýna kunnáttu sína svona ;)
Ég persónulega þoli ekki þegar fólk notar ensku heitin á eitthvað sem við erum búin að eiga orð yfir í margar aldir (einsog einmitt viðartegundir).. en ég reyni svona oftast að setja enska heitið innan sviga þegar þýðingin virðist algjörlega út í hött, bara gleymdi því í þetta skiptið (eða taldi mig ekki þurfa þess þar sem það átti að vera svo augljóst að ég væri að tala um sama hlutinn og sá sem ég svaraði)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..