Ég á einn eldgamlan classic vt series magnara sem mér skilst að hafi verið hætt að framleiða fyrir allnokkru síðan. Magnarann fékk ég í pakka deal af ebay sem var mjög góður fyrir mig, fékk nokkra effecta, magnara og gítar, fullt af snúrum, dvd og bækur og fleira drasl.
Málið með magnarann er að clean soundið i honum sjálfum er ekki hið besta og overdriveið er mjög slæmt en… Ef ég hef hann bara á clean og nota Route 66 pedalann minn (compressor,overdrive) með þá fæ ég sound sem er mjög skemmtilegt i m.a. blús.
Allaveganna veit ég að aðrir magnarar eins og nyju classic magnararnir eru að gera mjög góða hluti miðað við verð en mesta reynsla min af Peavey mögnurum er bara af mínum gamla.