Ég er með Gibson gítar með original stilliskrúfum sem ég þjösnast á og “benda” út í eitt, og hann heldur tjúni hjá mér vikum saman.. ertu viss um að þú sért að þræða strengina rétt (fyrsti vafningur ofan við endan, rest undir, a.m.k. þrjá hringi á vöfðum strengjum, en fimm á þeim hreinu) og að þú strekkir þá nógu vel (helst alveg þangað til þeir hætta að falla þegar þú gerir það). Ég held að vandamálið sé örugglega frekar í strengjunum en stilliskrúfunum..