Seagull eða Martin… kemur ekkert annað til greina :) Farðu bara í Tónastöðina og tjékkaðu á þessum gíturum. Ég á sjálfur einn Seagull og Gunnar Thoroddsen (heitir hann það ekki? djazzarinn?) er með Seagull úr artist-línunni… 200þúsundkrónagræja!
Segull eru bara rosalegir. Ég reyndar hata hvernig hausinn þeirra lýtur út en hann á víst að vera rosa spes til að strengirnir beygist ekki eða eithvað.
Martin eru líka sjúkir…veit sammt ekki hvað þú færð góðan martin á undir 100 þús kalli.
Art & Luthier eru rosalega góðir og ódýrir kassagítarar…rafmagnskassinn þeirra er á 56 minnir mig.
Patrick & Simon er síðan númeri fyrir ofan A&L. Einstaklega góðir og vandaðir gítar.
Sama hvað þú velur…farðu þá í Tónastöðinna. Ég hef ekki fundið neinn álýtilegan kassagítar utan veggja hennar.
Martin og Seagull eins og allir aðrir sögðu, því að þeir eru með sjúkann tón. Finnur líka kanski eitthvað við þitt hæfi í tónabúðinni, enda er Garrison og Takamine ekkert drasl. Þeir eru með umboðið fyrir Ovation en mér finnst aldrei neitt til af þeim þar.
Já, ég þakka öllum fyrir sitt comment, er búinn að taka smá rúnt og er mjög hrifinn af Dean gíturunum og Seagull en á eftir að kíkja í Gítarinn, hef heyrt nokkra tala mjög vel um Crafter gitarana.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..