ég mæli með að þú farir í allar hljóðfærabúðir sem þú kemst í, færð aðstoðarmann til að hjálpa þér að finna alla magnara sem þú finnur á þvi verði sem þú ert til í að eyða (þótt þú sért til í að eyða 80 þús, þá geturu líka skoðað 50 þúsund króna magnara) og prufar þá alla, svo þegar þú hefur fundið nokkra sem þér líkar mjög vel við (kannski þú finnur einn sem þér líkar mest við) og svo væri fínt að lesa um þá á netinu, hvernig þeir eru að standa sig hjá öðrum og svo bara kaupa, magnarar eru mjög mikið smekks atriði.
Einnig þótt Marshall og Fender eru þekkt merki þá þíðir það ekki að það séu besti kaup sem þú gerir, þú getur fengið mjög góða magnara sem eru ekki endilega Marshall, t.d. peavey (Tónabúðin), Hiwatt (Gítarinn, góðir magnara en eru vel dýrir í gítarnum), Orange (Tónastöðin, getur fengið 30w lampa Combo á 85.000 kr hjá þeim) og svo náttúrulega mjög gott að fá eitthvað notað.
annars þá mæli ég með að þú skoðir alla þá magnara sem þú getur skoðað áður en þú kaupir eitthvað sem einhver mælir með, því mér líkar mjög vel við Vox magnara, kannski fílar þú þá ekki.
Einnig má nefna að sögur hafa heyrst um að Tónabúðin sé að reyna að negla Mesa/Boogie magnarana (
http://www.mesaboogie.com/ ) í búðina hjá sér, kannski það sé vert að bíða. ;)