Þú getur ekki keypt Gibson gítar af amerískri verslun og fengið sendan beint heim nema seljandinn sé að “svindla”.. Reglur frá Gibson samsteypunni..
..og hvað varðar hraðan háls og lága strengjahæð, það eru örugglega til gítarar með “hraðari” háls.. en Gibson gera góða hluti með SG hálsinn, hann er þunnur án þess að vera of þunnur eins og margir t.d. Ibanez hálsar, og ALLIR gítarar sem böndin hafa verið almennilega sett í geta verið með svo lágt action að strengirnir nánast snerti fingraborðið, en því miður koma “ódýrari” (as in allt sem er ekki “Custom Shop”) gítarar ekki oft nógu vel unnir til að það sé mögulegt, en þá er bara að fara með hann til Sigga Dagbjarts og láta hann fixa hálsinn, kostaði mig einhverjar 6000 krónur að fá hann almennilega stilltan innbirðis, böndin jöfnuð út, action stillt eftir mínu höfði og að færa toggletakkann á Explorernum mínum. Kostar varla nema helminginn af því að láta bara laga böndin svo hægt sé að lækka strengjahæðina.