boom goes the dinamite.
að lita gítara/bassa!
veit einhver hvernig maður gerir svoliðis eða þá hvað það kostar að láta mála hann og taka firri málingu af og svona
Ég hef reyndar unnið á trésmíðaverkstæði og var mikið að lakka þar… hvernig ætlaru að mála hann? með pensli? rúllu?
Þú þarft að ná sem jafnastri umferð á hann svo að þú þurfir minna að pússa… og málningin þarf að þola það að þú pússir hann því annars fer hún öll í drasl í undirbúningsvinnu fyrir lakkið. Ég myndi persónulega láta lakka það á verkstæði eða a.m.k. með sprautukönnu svo að það yrði sem jafnast auk þess að það kemur besta áferðin…
Á milli lakkáferða þarftu svo að pússa lakkið til þess að slétta það og þá þarf undirlagið (málningin að vera sem sléttustu).
Ég held að það væri langódýrast fyrir þig að láta eitthvað verkstæði gera þetta fyrir þig, segir bara að þú viljir láta lakka hann fyrir þig, svart (s.s. ekki litinn svart heldur viljir borga svart ;) og láta þá annað hvort segja þér til eða pússa hann sjálfur niður. Pússa niður í við og láta þá bara sprautulakka litinn sem þú vilt og svo glært yfir það.
ef þú ætlar að pússa þetta sjálfur þarftu að fá þér gúmmíhanska svo að það verði ekki húðfita í grunninum af því að það getur breytt litnum á endanlega lakkinu eða komið fingrafar í gegn.
Ég myndi halda að þú þyrftir svona 5-6 umferðir=>
2 grunn, 2 lit og 2 lakk.
En annars er ég enginn sérfræðingur…