Custom þarf ekki að þýða að það sé neitt búið að eiga við gítarinn, í flestum tilfellum þýðir það einfaldlega að gítarinn sé smíðaður í custop shop fyrirtækisins, af hæfara starfsfólki og of kemur mannshöndin mun nær þessum gíturum en “standard” gíturum.
Hinsvegar er hægt að sérpanta custom gítara sem eru þá smíðaðir algjörlega eftir þínu höfði, en ég hef heimildir fyrir því að það sé miklu dýrara hjá Gibson heldur en custom shop gítarar úr vörulistanum. Einstaka búðir úti eiga það til að sérpanta einhverja gítara til að krydda úrvalið sitt, en ég hef ekki séð full-on custom Gibson gítara neinsstaðar, því þeir eru einfaldlega of dýrir til að panta inn í á gólfið.