Ég fór niðrí tónabúð að tala við þá og gæjinn benti mér á Firewire solo þar sem ég er líklegast að fara að nota þetta mest fyrir söng og gítar. Hann sagði mér líka að sniðugast væri að kaupa Cubase SE. Svo byrjaði hann að tala um vst plugin og ég ætlaði aðeins að spurja ykkur hugara um það.
Virka þau ekki þannig að þetta eru bara hálfgerðir effectar í tölvunni sem breyta því sem þú spilar á midi hljómborð í hljóð eins og tildæmis bassa eða orgel eða what ever?
En nú er ekki midi tengi á firewire solo þannig að ég skyldi ekki hvernig ég gæti notað midi hljómborð. Er hægt að tengja þau (sem eru með usb tengi) beint með usb í tölvuna?
Man ekki fleira þannig að ég spyr bara meira seinna:)
Kveðja… Grautur