Eeef ég er að skilja þig rétt, þá nei, skinnin eiga að vera algjörlega slétt og felld.
Gæti verið að þú hafir stillt/tjúnað eitthvað vitlaust, ein eða fleiri stilliskrúfur séu ekki að virka eða skinnið hafi ekki “sest” rétt á trommuna.
Ég myndi ráðleggja þér að taka skinnið af, reyna að láta það passa sem best utan um trommuna og prófa svo aftur að stilla. Útskýrt ansi fagmannlega á þessari síðu hvernig “best” er að gera þetta…ég hef allavega aldrei lent í vandræðum og hef þó aldrei lært neitt á trommur:
http://home.earthlink.net/~prof.sound/index.html Ef þetta heldur áfram að gerast gæti skinnið eða jafnvel bara tromman verið eitthvað gölluð…?