Ég hef prófað þessa symbala, bæði sem sett og svo staka.
Ef þú ert með b8 symbala (frekar ódýrir, en ekki svona budget dót, eitthvað) þá er hætt við að symbalarnir standi soldið útúr hinum hvað varðar hljóð.
Þeir eru nokkuð þykkir, þannig að þeir eru sterkir, og títanhúðin ætti að hjálpa þar, líka. Á móti kemur að títanhúðin er sett á eftir að symbalarnir eru lathe-aðir (rendurnar sem eru eins og á vínyl plötu) og þá breytist hljóðið töluvert.
Títanið er líka látið bindast við bronsblönduna sem undir er, sem breytir aftur hljóðgæðunum, og það gæti verið það sem fólkið hér er að meina með “ruslalok-hljóð”. (Svona for the fun of it, þá hafa nú sumir frægir trommarar einmitt sagt að það sé nokkuð flott hljóð, auk þess sem ég veit til þess að sumir hafa notað svona stór trébútssagarblöð :D)
En eins og ég sagði, stakir þá hljóma þeir dálítið einmana og ljótir, greyin. Þess vegna myndi ég frekar mæla með því að kaupa aðeins lægri gæði af b8 eða b20 symbölum, ef þú ert ekki með neina aðra symbala með svona málmhúð, eða að spreða aðeins meiri pening í að kaupa fleiri symbala úr seríunni.
Ef þú ferð seinni leiðina, þá mæli ég persónulega með því að taka 14“ rock hats, 20” medium ride, 18“ rock crash og svo 18” china (man ekki hvaða týpa mér fannst passa best við :s)og bæta svo við einum 16“ medium crash, þá færðu tvö crash hljóð sem eru ekki of langt hvort frá öðru. Einn djúpur, hinn aðeins bjartari, einn snöggur með djúpa undirtóna, hlutfallslega séð en hinn með lengra decay en samt minna ”wash".
Og þá held ég að ég bara geti ekki sagt mikið meira, annað en kannski að ég mæli ekki með þessum symbölum fyrir neina nema frekar þunga rokk og metal trommara, og ekki einu sinni fyrir allar týpur af þungu rokki og metal :P
Kv. Estorriyol, sem notar Paiste Signature í djass og blús, og Meinl Bysance í rokk og þungarokk :P