Drengur, ef þú hefur aldrei notað synthesizera og veit ekki einu sinni hvað sequencer er þá mæli ég EINDREGIÐ með því að þú notir sequencer forrit og ekki hardware sequencer. ástæður:
1. hardware sequencers eru FLÓKNIR
2. software sequencers eru mikið “hraðari” í notkun, þeas þú ert fljótari að gera þær breytingar sem þú vilt með því að nota mús og lyklaborð frekar en að vera með eitthvað jog wheel og þurfa að re-recorda midi ef þú vilt breyta einhverju… og þægilegra að vinna á 19“ tölvuskjá frekar en 6” lcd skjá sem sýnir 2 liti á einhverjum sequencer!
3. þeir eru DÝRIR! professional sequencer mun kosta þig að minnsta kosti 1000 dali. Auðvitað eru til ódýari, en þá bjóða þeir ekki upp á næstum allt sem er nauðsynlegt (eða sem flestur finnst nauðsynlegt að hafa)
Að stökkva beint í að setja upp midi kerfi með haug af synthum og effectum er BRUTAL ef þú veist ekki hvað þú ert að gera! (svo ekki sé minnst á það að þetta er allt saman ofboðslega dýrt!). Þar sem þú ert að byrja væri sniðugast að fá sér gott sequencer forrit (logic, sonar, eða Cubase), gott hljómborð og sound module, eða góðann workstation synth (þá væri Korg Wavestation tilvalinn í ambient tónlist, en Good luck finding one :P ).
Ég mæli þó með USB hljómborði, Cubase og nokkrum góðum VST plugins til að byrja með. Með slíku setuppi geturðu skilað alveg nákvæmlega sömu tónlist og með 5 milljón króna analog setup-i, en það kostar þig 40x minna og þú ert 10x fljótari að læra á það og svo er það bara þægilegra í notkun! ..engin vandræði með midi kapla út um allt :)
PS: ef ég tók það ekki fram þá eru synthesizers DÝRIR!!!!! :P