Hef verið með nokkra gamlingja í höndunum.
Er núna með pewey 300 combo Bassamagnara í topp standi og Tascam hljóðkerfismagnara.
Fyrst þá þarf að skita þeim upp í hópa.
A Solid state / trasistor magnarar
Þessir magnarar eru transistor moagnarar og ættu að afskrifast um 10-15% á ári. Niður í hrakvirði segjum 15% af virði nýs. Allt í þessum mögnurum gefur sig með aldrinum.
Til þessa hóps eru allir modelingmagnarar svo og ampsimulatorar, magnarar með lampa í annaðhvort for eða kraftmagnara en ekki báðum.
B Lampa magnarar
þarna erum við að tala um magnarar sem eru með lampa bæði í for og krafmagnara. Og helst point to point wiring. það er Virar á milli hluta ekki prent bretti. þarna eru margir frábærir magnarar og í raun það sem flestir sækjast eftir.
Svona magnari sem hefur fengið góða meðferð, er hreinn og í toppstandi heldur verðgildi sínu þokkalega. Þegar menn kaupa svona magnara verða menn samt altaf að reikna með að kaupa nýja lampa. Svo kannski einhvað að klappa þeim. Segjum 20-25 fyrir lampa 4 kraftmagnara og 4-5 í formagnara og 10 kall fyrir hreynsun og skipti.
Svo er bara að skoða hvað sambærilegaur magnari kostar nýr, það er að segja einhver svipaður lampamagnari frá sama eða svipuðum framleiðenda.
Bera svo saman ástand og gera sér grein fyrir að bæði spennir og outputtransformer eru gamlir og kannski tæpir eða í topp standi eftir meðferð!
Svo er bara að prófa hljómin og meta hve mikið hann á að kosta miðað við nýjan eftir að búið er að bæta við kostnaðinum við nýja lampa (það eru nýjir í nýjum magnara)
Annars er bara gaman að gera upp svona lampa magnara, nema hvað dótið í þá er fjandi dýrt.
var að skoða að gera mér plex og þegar ég var kominn með partalistan þá var hann 2000-2500$ eða næstum eins og tveir jcm -dsl !!
E