Ég átti Valvestate (Marshall Valvestate VS-265, örugglega nokkuð sambærilegur þessum, bara eldri týpa) af annarri kynslóð áður en ég fór að spila í gegnum hreinræktaða lampamagnara, og hann var alveg þrusugóður. Clean rásin var ekkert spes, en overdriveið var svakalegt. Ég sé pínulítið eftir að hafa selt hann því hann væri þrusugóður í heimaglamur fyrir mig í dag. En hann var líka meira en nóg fyrir mig að spila með hljómsveit, live sem og á æfingum.
Málið er bara að prófa, og ef þú finnur “þitt” sound í honum þá er hann greinilega alveg málið. Ekki láta lampafasistana segja þér annað, málið snýst um hvað ÞÚ fílar. Spilaðu svo á aðra magnara í sama verðflokki, því það er aldrei að vita nema þú finnir einhvern sem hentar þér enn betur.