Fyrst það er svona í tísku að tala um esp gítara þá vildi ég endilega grípa tækifærið og segja ykkur frá mínum, eða allavega gítarnum sem ég er buinn að festa kaup á í gegnum netið. :)


Tegundin er ESP PC1 og lika kallaður Xtone, þessi gítar er semi-hollowbody sem er bara kúl. Hann er sunburst, ljós að innan og dökkur út, hann er með gull hardware (íslenska þýðingin datt alveg úr mér), 2 pickupa: Seymore Duncan JB/jazz set, 2 hækkunartakka og 2 tónbreytinga takka, þetta er módelið sem hefur ekki tremolo system. Hann er frekar í laginu eins og Les Paul nema að mínu mati mun fallegri hann hefur 22 fret en ensku lýsingarnar eru e-ð á þessa vegu

Tune-o-matic bridge w/stop tailpiece, Triple layer creme binding (body, neck, headstock)

Það er Mahogany með “flamed” hlyns toppi, 3 stk hlyn/rósaviðs, háls og Pearl & ablone block inlay


svo í þokkabót er hann alveg gullfallegur, hér er mynd af elskunni.

http://images.misupply.com/products/original/ESP/126078.jpg


ég væri alveg til í að vita hvort einhver eigi svona gítar og hvort einhver hafi prófað svona grip og hvernig er að spila á hann og allt það.

En takk fyrir mig :)